(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

30.4.06

Meiri leti

Ég ætlaði að fara að finna mér eitthvað áhugaverðara að gera og fór að leita að því hversu algengt það væri að það væri frí þrjá fimmtudaga í röð (þ.e. þegar 1. maí ber upp á fimmtudag og uppstigningardagur er 8. maí, eða skírdagur er viku fyrir sumardaginn fyrsta). Ég man nefnilega að þannig var það vorið 1975, sem var ekkert voðalega heppilegt af því að stundaskráin í MA var þannig þá að af þremur valgreinatímum í viku voru tveir á fimmtudögum - þetta stytti nefnilega kennslutíma í valgreinum verulega. Mig minnir reyndar endilega að það hafi fallið niður kennsla fjóra fimmtudaga í röð en veit þá ekki hvert hefði verið tilefnið fjórða daginn - dimission kannski? Eða bara stórhríð og rafmagnsleysi? en sennilega er þetta samt misminni og frídagarnir voru bara þrír.

Ég komst að því að þetta gerist reyndar sirka einu sinni á áratug eða svo. En þegar ég var búin að komast að því rann upp fyrir mér að líklega væru kakkalakkarnir hreinlega áhugaverðari.

Ég ætti auðvitað að nenna að standa upp úr sófanum og labba út eða eitthvað. En það er svoddan fyrirhöfn.

|