Grillveður ...
Ég leit út um gluggann þegar ég vaknaði í morgun, sá fyrst bara sól og hugsaði ,,jæja, nú er veður til að taka myndir fyrir grillblaðið". Svo sá ég snjó á öllum þökum.
En hann er horfinn núna - allavega hér uppi á Golanhæðum - og Siggi stormur var að spá hitabylgju. Þannig að ég er vongóð um myndatökuna á morgun. - Annars man ég að undanfarin ár hefur yfirleitt snjóað eitthvað daginn sem við byrjuðum að mynda fyrir grillblaðið. Það hefur samt ekki skilað sér inn á myndirnar.
Nú væri gáfulegt að fara að athuga hvort grillið er í lagi, ég hef ekki snert það lengi. Og jafnvel fá áfyllingu á varakútinn. Mig minnir nefnilega líka að undanfarin ár hafi gasið klárast í miðjum myndatökum.