Það er þó eitt sem er öruggt í henni veröld: Alltaf hægt að finna upp nýja megrunarkúra. Þessi byggist víst á því að maður heldur sig við eina bragðtegund á hverjum degi. Teorían er sú að ef maður borðar fjölbreyttar matartegundir með ýmiss konar bragði blekkir maður heilann, sem áttar sig ekki á því að maginn er orðinn fullur og heldur áfram að láta mann borða. Ef maður heldur sig aftur á móti við eina bragðtegund kveikir heilinn á perunni.
Það er þess vegna hægt að hafa bananadag, nautakjötsdag, súkkulaðidag, prinspólódag ...