(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

12.1.06

Það eru einhverjir spennujöfnunar-rafmengunargaurar á vappi hér. Með prjóna skilst mér, en ég hef nú ekki séð prjónana. Þetta eru ábyggilega vænstu menn en það er með þá eins og völvu Vikunnar: Ég þarf ekki á þeim að halda til að segja mér að þetta sé vont húsnæði og lélegt starfsumhverfi. Það ætti að vera hverjum manni ljóst.

Reyndar er húsnæðið hér örugglega mun betra hvað rafmagnið varðar en húsnæðið sem við vorum í á Seljaveginum. Þar var loftið rafmagnað, allavega var ég alltaf að fá straum af hinu og þessu, fann fyrir þurrki, suði í eyrum og öðrum einkennum sem þeir töldu upp. Ég nefni ekki höfuðverkinn sem ég var stöðugt með því að hann batnaði náttúrlega um leið og ég byrjaði á blóðþrýstingslyfjunum en þá vorum við komin hingað uppeftir.

Mér skildist líka að veikindadögum ætti að fækka til muna þegar búið væri að jarðtengja og spennujafna allt húsið. Má vera, en þeim getur nú ekki fækkað mikið hjá mér frá því sem verið hefur síðasta árið. Reyndar hef ég ekki átt ýkja marga veikindadaga frá því að ég hætti að reykja fyrir átján árum. Ég hef grun um að fleirum en mér gæti skánað við að breyta eigin líferni og hætta að kenna húsnæðinu um alla kvilla.

En ef einhverjum líður betur við að jarðtengjast, þá er það bara gott mál.

|