Eitt sem ég hef oft velt fyrir mér og allir sem sjá einhverntíma um þvotta ættu að kannast við:
Maður er að þvo sængurver og eitthvað fleira með því. Koddaver, nærföt, handklæði, hvað sem er. Allt í lagi með það. En þegar maður tekur sængurverið út úr vélinni eftir að hún er búin að vinda, þá bregst varla að allt hitt er komið inn í það.
Hvers vegna?