Fjandinn sjálfur, nú vantar mig einmitt blessaðan iðnaðarmanninn. Eftir stanslausa rigningu síðustu daga er aftur kominn fram leki í stofuloftinu, sem ég hélt að hefði verið búið að útrýma endanlega fyrir fimm árum.
En af því að ég er svo jákvæð manneskja, þá er ég einmitt að gleðjast yfir því að ég skuli aldrei hafa verið búin að koma því í verk að láta gera við skemmdirnar á málningunni; sú viðgerð hefði þá farið fyrir lítið núna.
Það var gefið frí í vinnunni í dag. Ég ætlaði að nota tímann til að sofa fram að hádegi og leggja mig eftir matinn. Tókst að standa við fyrri hlutann af planinu en gæti þurft að eyða síðdeginu í að endurskipuleggja húsgagnaniðurröðun í stofunni svo að það leki ekki beint ofan í sófann.