Ég veit ekki hvers vegna en mér finnst alltaf vera eitthvað vesturíslendingslegt við Donald Rumsfeld. Eitthvað sem minnir mig á karlana sem voru að koma heim þegar ég var krakki að heimsækja Stebba afabróður minn, sem hafði búið 30 ár í Ameríku en flutti svo heim aftur.
En reyndar finnst mér líka alltaf Saddam Hussein vera svolítið skagfirskur í útliti, það er að segja eftir að hann lét sér vaxa skegg; eitthvað við hann sem minnir mig á suma frændur mína í föðurætt.