Ég var að horfa á fréttir frá New Orleans á Stöð 2 áðan. Þær voru auðvitað skelfilegar en kannski skelfilegast að sá að fyrsta hjálpin var eiginlega að berast núna, mörgum dögum eftir hamfarirnar. Borgarstjórinn var í viðtali og var reiður eins og við mátti búast en það var greinilegt að þýðandi fréttarinnar kannaðist ekki við orðatiltækið ,,where's the beef?" því að hann lét borgarstjórann staglast á kjötskorti og klykkja út með að segja að það væri engin skepna eftir lifandi í Louisiana.
Ég held að það vanti ýmislegt frekar en nautakjöt í New Orleans. Meira að segja Bush er búinn að sjá það og kominn úr fríinu.