Ég keypti rifinn ost úti í Krónu áðan.
Eða það stendur allavega stórum stöfum á miðanum: Rifinn ostur.
En þegar ég fór að athuga hvaða ostategund þetta væri, þá stendur neðarlega á miðanum með mjög smáu letri: Innihaldslýsing fyrir ostlíki: Vatn, pálmafeiti, mjólkurprótein, smjör, bindiefni (E 452, E 339), sýrustillir (E 331), salt, bragðefni, litarefni (E 110).
Þar fyrir neðan stendur svo: Osturinn geymist eftir opnun umbúðanna í eina viku.
Má þetta?
Ég keypti þetta ostlíki nú samt (á kassakvittuninni stendur Úrvals Rif-Osturinn) bara til að gá hvernig það væri og hvernig bragðið væri.
Það var ekkert bragð. Ég er ekki enn búin að gá hvernig þetta bráðnar, prófa það á eftir.