Í Fréttablaðinu í dag er talað um ,,tískutímaritið Oxfam" sem ,,starfrækir einnig heimasíðu". Ef ég væri blaðamaðurinn hefði ég nú kíkt á heimasíðuna og þá kannski komist að annarri niðurstöðu um Oxfam.
Í annarri frétt er sagt frá 17. aldar-dagskrá í Skálholti og þar stendur meðal annars: ,, ... einnig var boðið upp á nautakjöt. Ekki var áður vitað að það hefði verið á boðstólum á 17. öld á Íslandi en í nýlegum uppgreftri við biskupssetrið fannst töluvert af nauta- og kúabeinum."
Jahá, og þýðir þetta þá að þarna sé loksins komin sönnun fyrir því að nautgripir hafi verið til á Íslandi á 17. öld?