Búin. Að yfirfara allar þessar 4500 uppskriftir. Það er að vísu eitthvað eftir sem er skráð inn í annan grunn en það eru bara nokkur hundruð stykki. Pís of keik.
Ég var meira að segja komin í svo gott skap að ég eldaði handa okkur efnafræðistúdentinum, sem kom í mat til mömmu í fyrsta skipti í heila viku. Andabringu á salatbeði, með steiktum parísarkartöflum. Ég nennti nefnilega ekki út í búð þegar drengurinn spurði hvort hann mætti koma í kvöldmat og athugaði hvað til væri í frystiskápnum. Þar reyndust vera til andabringur og grísalappir. Ég gat mér þess til að andabringa mundi falla í betri jarðveg.