,,Blómkál er soðið í kjötsúpu eða mjólk, og haft til nautnar með kjötmeti, eða líka soðið í söltu vatni, og þess neytt með ölvínan og viðsmjöri sem salats."
Vill einhver giska á hvaðan þessi tilvitnun er tekin?
Ég var einmitt með salat með ölvínan og viðsmjöri með kvöldmatnum. Það var reyndar ekkert blómkál í því en það var þó haft til nautnar með kjötmeti.