Móðirin og efnafræðistúdentinn að ræða saman um hremmingarnar sem drengurinn lenti í.
Móðirin (alltaf dálítið gefin fyrir að reyna að sjá jákvæðu hliðarnar): -Það er þó eitt í þessu öllu. Mér gafst loksins tækifæri til að nota orðið sluddamenni. Því hef ég beðið eftir lengi.
Efnafræðistúdentinn: -Satt segirðu. Frábært orð, þótt mér þyki sluddmenni eiginlega betri útgáfa. Bætir næstum upp niðurlæginguna af því að þú skulir vera búin að blasta þessu út um allt internetið.