Það á að fara í óvissuferð í vinnunni í dag. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af óvissuferðum af því að ég vil vita hvert á að fara. Eða hvað á að gera. Svo að ég geti skotið mér undan því fyrirfram að gera eitthvað sem mig langar akkúrat ekkert til að gera. Flúðasiglingar eða gömludansanámskeið og flest þar á milli.
Mér leiðist nefnilega að skemmta mér eins og margoft hefur komið fram.
Jæja, ég er allavega komin með pottþétta afsökun fyrir að neita að taka þátt í einhverju sem mig langar ekkert að vera með í (sem er semsagt ansi margt). Ég get alltaf vísað í vesalings vinstra hnéð mitt og slitgigtina.
Reyndar finn ég sjaldan fyrir meiru en smáóþægindum núorðið, hvort sem það má þakka öllu liðamíninu sem ég er búin að innbyrða eða einhverju öðru. En inn á milli get ég orðið ansi slæm ...