Skyldi einhver bakari bjóða upp á brúðartertu Karls og Kamillu? Þegar Friðrik og Maja giftu sig var jú hægt að kaupa brúðartertuna í Café Konditori Copenhagen.
Annars var víst matseðillinn í brúðkaupinu afskaplega retró og gamaldags. Sem er í tísku um þessar mundir. Ég var einmitt að borða á Naustinu í fyrrakvöld og fékk mjög retró mat þar - rækjukokkteil, lamba- og nautatvennu með bakaðri kartöflu og eftirmaturinn var ís og súkkulaðikaka með kokkteilávöxtum úr dós. Alveg ágætt bara.