Ef ég skyldi eiga leið til Helsinki á næstunni (ég var þar náttúrlega um daginn en bara á flugvellinum), þá held ég að ég verði að heimsækja þetta veitingahús. Matseðillinn er líka frekar áhugaverður. Til dæmis þetta: "The Original Big Bang happened about 5 gazillion years ago. But another Big Bang was heard in Vyborg in 1495, when Knut Posse, the lord of the manor, created a blast that drove the warring Russians away. Many historians believe the blast can be credited to organic pea soup with smoked ham, a favorite of Posse's".
Einhver sagði mér að aðalsöngvari Leningrad Cowboys ræki þetta veitingahús. Kæmi mér ekki á óvart.