Hlutir - eða nei, reyndar fólk - sem ég læt fara í taugarnar á mér þegar ég ferðast með flugvélum:
1) Fólk sem er með sæti framarlega í vélinni og stoppar alla umferð að þarflausu á meðan það er að koma handfarangrinum og yfirhöfnunum fyrir.
2) Fólk sem er næst á eftir fólkinu í lið 1) í röðinni og er of kurteist til að biðja fólk einfaldlega að víkja til hliðar og hleypa öðrum framhjá.
3) Fólk sem er með hálfa búslóð í handfarangrinum og leggur undir sig allt plássið fyrir ofan næstu þrjár sætaraðir.
4) Fólk sem hallar sætisbakinu eins langt aftur og mögulegt er um leið og það er heimilt og situr svo þannig alla leiðina. Svona fólk situr ævinlega í sætinu fyrir framan mig.
5) Fólk sem situr fyrir innan mig þegar ég sit við ganginn og verður allt í einu rosalegt mál að pissa þegar er nýbúið að bera fram matinn.
6) Fólk sem þarf nauðsynlega að dunda við að mála sig eða eitthvað á flugvélarklósettinu þegar mér er rosalegt mál að pissa.
Það er eitthvað fleira en ég man það ekki í svipinn ...