Svona í framhaldi af því sem ég var að skrifa áðan um Grand Hotel Europa - ég veit ekki hvort rússnesku mafíunni hefur sýnst ég svona ríkmannleg þar sem ég sat yfir kavíarnum á Gamla tollhúsinu (Staraya Tamozhnya) en allavega var mér afhent þar heil bók með teikningum af glæsivilluhverfi sem verið er eða til stendur að byggja í nágrenni Pétursborgar. Hægt að sjá meira um það hér. Bókin var reyndar öll á rússnesku svo að ég sá ekki alveg tilganginn.
Nú skilst mér að íbúðaverð í 101 hafi hækkað gífurlega á síðustu mánuðum og ég verði þar af leiðandi ríkari með hverjum deginum en ég held samt að þótt ég seldi Kárastíginn dygði það ekki fyrir útborgun í neinni af þessum höllum.
En kannski samt fyrir slatta af kavíar og vodka.