Eva María og Skari bjuggu hér fyrir ofan mig í fimm eða sex ár og allan þann tíma voru þau í stöðugum framkvæmdum. Alltaf að rífa, bora, saga, negla, skrapa, mála og svo framvegis. Ég var hvað eftir annað sannfærð um að það væri bara ekki möguleiki á meiri framkvæmdum í íbúðini en þau fundu sér alltaf eitthvað nýtt að gera. Bjuggu bara til nýtt herbergi ef því var að skipta.
Svo seldu þau íbúðina í fyrrasumar. Nýju eigendurnir ákváðu samstundis að fara út í framkvæmdir. Og eru búnir að vera í þeim meira og minna síðan, sennilega ætla þau að breyta öllu sem Skari og Eva gerðu, rífa herbergin sem þau bjuggu til og útbúa ný ...
Æ, jæja. Maður venst því að vakna við hávaða í borvélum og hamarshögg á sunnudagsmorgnum.