Efnafræðistúdentinn vaknaði ekkert bráðsnemma, kom fram, hlammaði sér í sófann og sagði: -Srubb?
Móðirin: -Mmmmph.
Efnafræðistúdentinn: -Þetta var nú frekar óljóst svar.
Móðirin: -Spurningin var ekki mikið ljósari.
Efnafræðistúdentinn: -Jú, víst. Ég sagði srubb, það er stytting úr ,,segirðu?" sem aftur er stytting úr ,,hvað segirðu títt?"