Börnin mín brugðust mjög misjafnlega við trukkalessupælingum mínum. Annað gretti sig og sagði: -Svona segir maður ekki við barnið sitt! Hitt fékk hláturskast.
Næst tók ég þetta próf hérna og komst að því að ég er svo laus við allt tilfinninganæmi að ég er trúlega bara einhverf líka (ég fékk einkunnina 17, meðaltal fólks með einhverfu og Asperger-heilkenni er 20, meðaltal normal einstaklinga er yfir 40).
En í þessu prófi hér, sem á að mæla kerfishugsun, náði ég þó rétt tæplega meðalskori kvenna og var mjög langt undir Asperger-skori, svo að kannski er ég ekki einhverf trukkalessa eftir allt saman. Hjúkkit.