Ég var að skoða myndir sem ljósmyndarinn okkar var að setja inn á myndveituna okkar. Þær eru merktar ,,nanna svín". Ég er að hugsa um að móðgast.
Eða nei, líklega ekki. Þetta er nefnilega gleðidagur. Ég er búin að fá bækurnar mínar og þær eru komnar upp í hillu. Meiriparturinn allavega; það er ýmislegt sem ég ætla ekki að hafa fyrir að taka upp úr kössum, að minnsta kosti ekki fyrr en búið er að ákveða um framtíðarhúsnæði.