Ég er að horfa á þátt á BBC Food um það hvernig matarblaðið Bon Appetit verður til. Þar er efnið í blaðið ákveðið með árs fyrirvara. Byrjað er að prófa uppskriftirnar u.þ.b. 7 mánuðum áður en þær birtast í blaðinu og réttirnir eru myndaðir 5-6 mánuðum áður en blaðið kemur út. Vetrarblöðin eru unnin á sumrin og allt eftir því.
Á Gestgjafanum erum við stundum að mynda grillblaðið þegar hitinn er rétt ofan við frostmark. En það er því miður ekki vegna þess að við séum að þessu með hálfs árs fyrirvara.