Við efnafræðistúdentinn sitjum fyrir framan sjónvarpið (já, við erum að horfa á America's Next Top Model, nema hvað). Svo koma auglýsingar.
Ég: -Af hverju kemur aldrei neinn og býður matargúrúi eins og mér böns af peningum fyrir að koma fram í auglýsingu og ljúga því að ég noti alltaf eitthvert tiltekið hráefni í matargerðinni?
Efnafræðistúdentinn: (þögn)
Ég: -Ha, hvað heldur þú?
Efnafræðistúdentinn: -Æ,ég var að leika þig og lokaði eyrunum fyrir þessu rugli í þér.
Sem er rétt hjá honum, ég heyri ekki meiripartinn af því sem hann segir við mig.
En ég skil samt ekkert í þessu. Eins og Jerry Garcia sagði einu sinni í viðtali: ,,We in the Grateful Dead have been quite willing to sell out on some levels for some time, but nobody's buying."