Við efnafræðistúdentinn erum að ræða um hrossabit (bara dæmigert notalegheitakvöldspjall hér á Kárastígnum) og það rifjast upp fyrir honum saga af einhverjum sem var við uppgröft á gröf Tútankamons og varð fyrir bölvuninni alræmdu.
Efnafræðistúdentinn: - ... var bitinn af asna og dó hressilega í kjölfarið.
Móðirin: -Hressilega?
Efnafræðistúdentinn: -Já, með miklum harmkvælum.
Móðirin: -Ég mundi nú ekki kalla það hressilega.
Efnafræðistúdentinn: -Whatever.