Ég sá einhvers staðar frétt um konu sem fór í mál við kreditkortafyrirtækið sitt af því að það hafði leyft henni að eyða of miklu. Er ekki þarna komin leið fyrir Íslendinga að bjarga febrúarreikningnum? Fara bara í mál við Visa?
Svo getur maður farið í mál við KB-banka fyrir að hafa lánað 100% í íbúðinni rétt áður en hún lækkaði í verði. Og Landsbankann fyrir að hafa veitt of háan yfirdrátt. Og ef ég væri í reikningi í Krambúðinni gæti ég farið í mál við Eystein fyrir að skrifa of mikið hjá mér.
Fjárhagnum bjargað.