Þráinn Bertelsson minnist á Bonjour tristesse í baksíðupistli á Fréttablaðinu í dag og þýðir bókartitilinn ,,Depurð, blessuð og sæl". Jamm. Nú er oft ekki auðvelt að þýða titla ef merkingin á að haldast en það hlýtur fjandakornið að vera hægt að gera betur.
Bókin hét Sumarást í íslenskri þýðingu. Það er náttúrlega allt annar handleggur.