Ég er að lesa nokkuð skemmtilega bók um sögu krydds og kryddverslunar, Spice: The History of a Temptation, eftir Jack Turner. Þar er fjallað um kryddnotkun frá því að sögur hófust og sirka fram á 18. öld - það er reyndar merkilegt að hugsa til þess að kryddverslun og leit að nýjum kryddverslunarleiðum hafði örugglega mjög mikil áhrif á heimssöguna öldum eða árþúsundum saman en um leið og krydd var orðið tiltölulega ódýrt og aðgengilegt fyrir Evrópubúa hvarf það úr tísku þar. Ég ætla að setja hér örfáar tilvitnanir í lokakafla bókarinnar, The end of the spice age:
,,Early modern cuisine was no less spicy than its medieval predecessor, but much had changed. Spices had ceased to be the last word in taste, sophistication, and health ... there emerged a current of thought that looked on the highly spiced cuisine of the Middle Ages with mingled disgust, condenscension, and amusement ... There was a shift to simpler and more local flavors. In place of the transmutation sought aftre by the medieval cook, the new ideal was that food should taste of itself. The new cookery stressed natural, inherent flavors, the ingredients cooked in such a way as to enhance their particular character. ...
Nowhere was the new trend more fully or more successfully expressed than in Italy, bot regionally and nationally, where the delight in fewer, simpler, and fresher tastes remains the quintessence and genius of Italian cooking. Anglo-Saxon cuisine went down a different and bleaker route, but one that led equally far away from spices ... In the cuisine of the seventeenth and eighteenth centuries, bland was beautiful. ... Western European visitors to more spicy climes did not hesitate to regard spices' longevity as a symptom of provincialism or backwardness ... Spices became a mark of the exotic and a decadent, incompatible Other. The sensuous Easterner was pictured sauntering through spice bazaars or reclining on his velvet couch, feasting on aromatic banquets as the houris danced around him. ..."
Á síðustu árum hafa Vesturlandabúar svo verið að uppgötva að nýju allar þær kryddtegundir sem þeir höfnuðu fyrir 2-400 árum. Ýmsar leifar af krydduðu miðaldamatargerðinni hafa þó alltaf verið til, ekki síst á jaðarsvæðum. Dæmi: Kryddaðar sætsúpur og kryddkökur á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum, haggis í Skotlandi, panforte á Ítalíu og fleira. Aðallega er þetta þó sætmeti af ýmsu tagi.