Við efnafræðistúdentinn erum ekki að horfa á Innlit-Útlit en það er kveikt á sjónvarpinu og hvorugt hefur nennt að skipta þótt fjarstýringin sé í seilingarfjarlægð frá okkur báðum. Vala er að tala við konu á Akureyri sem fékk til sín feng shui-ráðgjafa.
Ég: - Hefði ég kannski átt að fá feng shui-ráðgjafa til að endurskipuleggja stofuna?
Efnafræðistúdentinn: - Nei.
Ég: - Ertu eitthvað neikvæður, góði minn?
Efnafræðistúdentinn: - Já. ... Ég meina nei.
En ég hætti við feng shui-hugmyndirnar þegar ég heyrði að lífsorkan stoppaði á mottum sem hafðar væru þversum fyrir framan útidyrnar. Ég vil hafa mína mottu þversum, hvað sem allri lífsorku líður.