Boltastelpan gisti hjá mér í nótt og í morgun kúrðum við inni í rúmi og vorum m.a. að ræða um verkfallið (sem hún er mjög sátt við og óskar að standi sem lengst) og hvað hún hefur verið að fást við að undanförnu og hverja hún hefur verið að leika sér við:
Boltastelpan: - Það var ekki nógu gott þegar Svava gisti hjá mér um daginn, þá gátum við ekki sofið fram eftir því að það er verið að laga íbúðina uppi og það var byrjað að vinna korter yfir níu.
Amman: - Já.
Boltastelpan: - Korter yfir níu!
Amman: - Já?
Boltastelpan: - Amma! Korter yfir níu? Það er rosalega snemmt! Ég er vön að sofa til ellefu núna í verkfallinu!
Amman: - En núna er klukkan bara sjö mínútur yfir níu og þú ert að reyna að reka mig á fætur.
Boltastelpan: - Það er allt annað mál, amma. Núna er helgi, skilurðu það ekki? Það er ekki verkfall um helgar!