He-Man og félagar féllu aldeilis í kramið hjá dóttursyninum. Hann er að sjálfsögðu mun hrifnari af ljótu köllunum en hetjunum og heldur sérstaklega upp á Beina, sem hann kallar að vísu Bauna. Og er farinn að ganga um með sverð á bakinu. Ætli ég hafi verið að opna eitthvert Pandórubox þegar ég kynnti hann fyrir þessu?
Efnafræðistúdentinn er líka búinn að vera í nostalgíukasti síðan á laugardag og situr núna við tölvuna, fastur á www.he-man.org. Man einhver gamall aðdáandi annars hvenær þættirnir voru í sjónvarpinu? Og voru þeir bara á Stöð 2 eða byrjuðu þeir e.t.v. í ríkissjónvarpinu?