Matarnostalgían alveg að fara með mig (eða þannig) svo að ég a) eldaði mér hrossabjúgu í kvöldmatinn og b) setti að gamni upp típískan vikumatseðil úr mötuneyti Heimavistar MA á árunum 1973-77 (eins og hann er í minningunni allavega):
Sunnudagshádegi: kótelettur í raspi, teygjugrautur
Sunnudagskvöld: heitt brauð með hangikjöti og osti, smurt brauð með áleggi
Mánudagshádegi. soðin ýsa, skyr
Mánudagskvöld: leifar af sunnudagsmatnum, KEA-pylsur (indíánabellir)
Þriðjudagshádegi: falskur héri, kakósúpa
Þriðjudagskvöld: plokkfiskur, skyrsúpa (endurvinnsla frá mánudagshádegi)
Miðvikudagshádegi: fiskur í vatni, blóð og gröftur
Miðvikudagskvöld: hassí með kartöflustöppu, grjónavellingur
Fimmtudagshádegi: handsprengjur, sætsúpa
Fimmtudagskvöld: reykt ýsa, brauðsúpa
Föstudagshádegi: kjöt í karríi, eggjamjólk
Föstudagskvöld: felgur, gult vatn með bitum
Laugardagshádegi: grjónagrautur og kleinur
Laugardagskvöld: slys, rabarbarasúpa