(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

30.9.04

Maðurinn í Kastljósinu segir að millarnir vilji búa í miðbænum. Jamm, Kárastígurinn á eftir að verða Notting Hill Reykjavíkur eins og einhver spáði fyrir nokkrum árum. Og þegar ég hrekk upp af eða fer á elliheimilið geta efnafræðistúdentinn og gagnlega barnið selt íbúðina einhverjum framtíðauppa fyrir morð fjár.

Fyrir fáeinum árum kom það fyrir að fólk rak upp stór augu þegar það komst að því að ég bý í miðbænum, spurði ,,er ekki ömurlegt að búa þarna, mikil læti, ertu ekki hrædd við að fara út á kvöldin ..." Þetta heyrir maður aldrei núna, eða ég hef allavega ekki heyrt það lengi. Núna er miklu algengara að fólk segist dauðöfunda mig af staðnum. Reyndar er ég búin að heyra það síðustu tíu árin hjá mjög mörgum vinum barnanna minna sem hafa komið hingað, þeir segja ,,vá, frábær staður, hér vildi ég búa".

Þess vegna átti ég líka bágt með að skilja kosningabaráttu Sjálfstæðismanna í síðustu borgarstjórnarkosningum, hún virtist meira og minna ganga á að sýna að R-listinn ætlaði að flytja Geldinganesið til vesturs og nota það í uppfyllingu. Mér heyrðist einmitt öllu því unga fólki sem ég umgengst þykja það frábær hugmynd - ég meina, hver vill búa á Geldinganesi for chrissake??? Nógu var einn vinur efnafræðistúdentsins óhress þegar foreldrar hans fluttu í Breiðholtið og kallaði það aldrei annað en Golanhæðir. Fyrir nokkrum árum var gagnlega barnið að leita sér að íbúð; var með það á hreinu að í Grafarvoginn ætlaði hún ekki og hefur sennilega ekki talað sérlega vel um það hverfi. Einhverju sinni vorum við á ferð saman í bíl og það var verið að segja fréttir í útvarpinu. Þetta var á tímum Kosovostríðsins og það var verið að segja frá hörmulegu ástandi þar. Þá heyrist í Boltastelpunni í aftursætinu:

- Mamma, er Kosovo í Grafarvogi?

Jújú, auðvitað er fullt af góðu fólki sem vill búa austan Elliðaáa. Jafnvel í Kópavogi og á svoleiðis stöðum. Það er bara ekki fyrir mig.


|