Í nýja Séðu og heyrðu (svo ég haldi áfram að auglýsa það) er grein um keppendurna í nýju Sörvævor-seríunni sem byrjar á mánudaginn (held ég). Þar er líka viðtal við Jeff Probst og hann er að tala um nokkra af keppendunum, þar á miðal Chad Crittenden, sem missti neðan af hægri fætinum vegna krabbameins. Eins gott að hann missti ekki ofan af honum, segi ég nú bara.
Þarna er líka einn sauðfjárbóndi (nei, ekki Ingimundur Kjarval, þetta er kvenmaður), einn fyrrverandi wrestling-kappi sem er kallaður Bubba, tveir vegavinnumenn, gæi sem stýrir vélknúnu nauti á kúrekabar og lesbísk fyrrverandi Playboyfyrirsæta sem hefur komið til Íslands. Þetta gæti orðið áhugaverð sería.