Ég hef lengi fylgst dálítið með Pitcairn-málinu sem mbl.is segir frá í dag, þar sem um helmingur fullorðinna karlmanna á eynni er ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum og fleiri kynferðisglæpi. Auðvitað hljóta aðstæður í jafnlitlu og einangruðu samfélagi og þarna er um að ræða að vera um margt sérstakar þótt það sé út af fyrir sig engin afsökun. En mér datt í hug þegar ég las eftirfarandi klausu, að allt hefði þetta nú verið vel þekkt norður í Skagafirði á mínum uppvaxtarárum (og jafnvel enn):
,, ... að eyjarskeggjar myndi sambönd sem litin væru hornauga annars staðar, vegna þess að þeir eigi einskis annars úrkosti. Þannig deili systur eiginmanni, unglingsstúlkur eigi í sambandi við eldri karlmenn, konur eignist barn með nokkrum mönnum, og eignist jafnvel fyrstu börn sín 15 ára."