Ein uppskrift fyrir gúrkuvini. Sérlega gott á rúgbrauði, með nokkrum graslauksstráum ofan á.
Gúrkuostur
1 gúrka, lítil (eða 1/2 stór)
salt
100 g rjómaostur, mjúkur (gjarna Philadelphia-ostur)
1-2 vorlaukar, saxaðir smátt (einnig má nota graslauk)
5-6 blöð af basilíku, skorin í ræmur
nýmalaður pipar
salt
Gúrkan skorin í litla teninga og þeir settir í sigti. Salti stráð yfir og látið standa í 15-20 mínútur. Þá eru gúrkuteningarnir skolaðir í köldu, rennandi vatni og síðan látið renna vel af þeim á eldhúspappír eða viskastykki. Osturinn hrærður vel með vorlauk, basilíku, pipar og salti. Gúrkuteningunum hrært saman við og geymt í kæli nokkra stund.