Erfiður dagur. Og ekki orð um það meir.
Nú sit ég hér fyrir framan sjónvarpið að horfa á spjótkastara (þeir eru margir dulítið flottir), sötra kalt hvítvín og virði öðru hverju fyrir mér nýja hornsófann sem ég keypti í morgun, stendur upp á endann hér í stofunni í þremur hlutum og á eftir að setja saman. Og svo er spurningin hvað á að gera af gamla sófasettinu ... á ég að senda það í Sorpu? höggva það í eldinn? gá hvort möguleiki er að troða því inn í skúrinn? reyna að koma því í geymslu þar til efnafræðistúdentinn flytur að heiman og vantar sófasett?
Þetta gæti orðið mál. Best að fá sér meira hvítvín.