Ég varð næstum fyrir árás í eldhúsinu áðan. Þurfti að opna pínulitla dós með tómatkrafti (nei, ég ætlaði ekki að nota tómatkraftinn í köku, mig vantaði bara tóma dós - don't ask) og um leið og ég stakk dósahnífnum í hana spýttist tómatkraftssletta af miklum krafti þvert yfir eldhúsið, á gólfið, eldhússkápinn, borðið og upp á vegg. Ég get svarið að ég fann þegar hún þaut rétt við gagnaugað á mér ... en ég slapp, og það gerðu líka kökurnar sem voru þó næstum alveg í sömu stefnu og slettan fór.
Ég tók ekkert eftir því að dósin væri neitt bólgin en það hlýtur að hafa verið ansi mikill þrýstingur inni í henni. Eins gott að ég ætlaði ekki að nota tómatkraftinn neitt.