(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

3.5.04

Veðrið lék við okkur í dag þegar við vorum að byrja að mynda fyrir grillblaðið. Það getur reyndar vel verið að ekki hafi verið sérlega gott veður annars staðar í borginni en á svölunum hjá mér var það ljómandi gott. Ekkert sérlega hlýtt að vísu, en það kemur ekki til með að sjást á myndunum.

Eftir svona grillmyndatöku er venjulega eitthvað til í kvöldmatinn en það er varla hægt að segja það núna, þar sem þetta voru eingöngu kartöfluréttir og brauð - ojæja, ég bakaði reyndar nokkrar smápitsur á grillinu og efnafræðistúdentinn er búinn að vera að gæða sér á þeim. Svo eru þarna smábrauð, krydduð pítubrauð, hvítlauks- og tómatabrauð og fyllt brauð með tómötum og klettasalati. Og kryddaðar kartöflusneiðar, kartöfluhelmingar, kartöflubátar og smákartöflur á teini. Þannig að líklega get ég nú gert eitthvað í kvöldmatinn úr þessu.

Á morgun verða aftur á móti engin vandræði því þá er ég að grilla eina 4-5 fiskrétti og álíka marga kjúklingarétti. Og á miðvikudag eða fimmtudag er það blessað lambakjötið. Þannig að svöngu fólki er meira en velkomið að kíkja í heimsókn seinnipart dags næstu dagana.

Mig langar skelfing mikið að grilla heilan grís eins og Hugh Fearnsley-Whittingstall er að gera í sjónvarpinu akkúrat núna. En það verður víst að bíða, rétt eins og uxinn.

|