Ég er heima að grilla lambakjöt. Efnafræðistúdentinn er heima að lesa undir próf. Ég veit ekki hvað kom til þess að hann sá áðan ástæðu til að spyrja mig, þar sem ég stóð og úrbeinaði lambalæri (sem er ekki mín sérgrein) hvort ég vissi hver munurinn væri á vítaskotum í fótbolta í Bandaríkjunum og annars staðar. Ég neitaði því og lét jafnframt í ljós sérstakt áhugaleysi á þeirri vitneskju. Hann byrjaði auðvitað samt sem áður að fræða mig. Ég tautaði ofan í bringuna eitthvað sem var heldur í neikvæðara lagi, vægast sagt. Efnafræðistúdentinn þagnaði og leit á mig.
Efnafræðistúdentinn: - Ertu að leika langþreytta móður?
Ég; - Nei. Ég er ekki að leika.
Efnafræðistúdentinn: - Æ, já, ég sé það núna.
Svo hélt hann auðvitað áfram að útskyra fyrir mér muninn á vítaskotum í fótbolta í Bandaríkjunum og annars staðar.