(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

4.4.04

Ég var að koma úr fermingarveislu hjá ungum frænda mínum. Alveg ljómandi ágætt og ég þakka enn og aftur fyrir mig og mína.

Eftirminnilegasta mómentið var samt þegar uppgjafaprófastur og frændi fermingarbarnins hélt ræðu og rifjaði meðal annars upp sína eigin fermingu í Miklabæjarkirkju fyrir 63 árum:

Prófasturinn: - Við vorum ellefu fermingarbræður, það hafði verið ein stúlka í hópnum en við misstum hana ...

Öldruð frænka grípur fram í skelfingu lostin: - Myrtuð?!?

Almenn kátína í salnum.

Prófasturinn, mjög vandræðalegur: - Nei, hérna, misstum hana - við misstum hana suður til Reykjavíkur ...

Og hélt svo áfram með ræðuna, ekki þó án frekari truflana, til dæmis frá miðaldra matargúrúi sem fannst það svo brjálæðislega fyndin tilhugsun ef prófasturinn hefði nú notað þetta tækifæri til að játa 63 ára gamlan glæp upp á sig og fermingarbræður sína að hún gat ekki hætt að hlæja og lá við að hún þyrfti að yfirgefa salinn.

|