(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

3.4.04

Ég er búin að komast að því að ég er akkúrat ekkert efni í drykkfelldan blaðamann. Þótt ég eigi víst að heita blaðamaður.

Ég er nefnilega ekki drykkfelld.

Tíð komment um Vínbarinn og aðra slíka staði gætu náttúrlega bent til annars. En ég er bara svo einstök hófsemdarmanneskja. Á sumum sviðum allavega. Og svo kom ég mér upp ansi góðri reglu fyrir fjöldamörgum árum og stend oftast nær við hana: Að drekka ekki annað en vatn eftir miðnætti. (Svona eins og Gremlins - nei annars, þeir máttu ekki blotna og ekki fá mat eftir miðnætti - og það hefur heldur ekki sömu afleiðingar ef ég klikka á þessu.) Og ef ég bregð út af þessu, þá er það meðvituð ákvörðun (nema þegar ég hef gleymt að líta á klukkuna, sem vissulega hefur komið fyrir).

Þetta er fín regla. Hún þýðir að ég vaknaði arfahress í morgunn og gat í dag gert allt það sem ég var að tala um í gær að mig langaði eiginlega mest til að gera þá (nema ég skipti hvítvínsglasinu út fyrir gott kaffi) og haft það verulega notalegt, í staðinn fyrir að liggja rotin í þynnku og sjálfsvorkunn. Ég er að hugsa um að benda efnafræðistúdentinum á að taka upp þennan sið, hann hringdi í mig áðan og sagði eitthvað um að sér liði ,,skár en í morgun". Jamm.

|