Það er ein setning sem er okkur efnafræðistúdentinum dálítið munntöm, einkum þó þegar við erum að horfa á viðtöl við stjórnmálamenn í sjónvarpi og þeir eru að bera eitthvað af sér eða neita einhverju sem augljóslega er þó rétt. Þá er hér á bæ gjarna vitnað í unglinginn Mandy Rice-Davies, sem sagði í vitnastúkunni í Old Bailey þegar lögmaður tilkynnti henni að Astor lávarður kannaðist ekkert við að hafa átt í kynlífssamandi við hana (lurid allegations of sexual shenanigans, var þetta einhvers staðar kallað, mér finnst það skemmtilega orðað):
,,Well, he would say that, wouldn't he?"
Þessi setning hefur okkur komið óvenju oft í hug síðustu dagana.