Það stendur til að kaupa nýja dýnu í rúm efnafræðistúdentsins, þar sem gormarnir eru nánast farnir að stingast upp í bakið á honum. Þessi dýna er einmitt fimmtán ára gömul um þessar mundir eins og fleira.
Ég: - Farðu og mældu dýnuna svo að við vitum hvað þarf að kaupa stóra.
Efnafræðistúdentinn: - Ég þarf ekkert að mæla hana, hún er einn og tuttugu sinnum einn og sextíu.
Ég: - Hjalti minn. Hugsaðu málið.
Efnafræðistúdentinn: - Æ, nei, auðvitað. Hún er einn og sextíu sinnum tveir.
Ég: - Hún er ekki einn og sextíu á breidd.
Efnafræðistúdentinn: - Jú, víst ... Nei, annnars, heyrðu, hún er ... Djöfuls.
Ég: - Farðu og mældu hana.
Efnafræðistúdentinn: - Hmmrpfh ...