Ég komst að því að dularfulli atburðurinn sem segir frá hér að neðan var kannski ekki svo dularfullur.
Ég sat nefnilega á sjónvarpsfjarstýringunni.
Ég sit annars hér - ekki lengur á fjarstýringunni - og vinn á fullu í handriti sem ég var búin að lofa að skila um mánaðamótin. Þau eru víst á miðnætti og það kemur ekki alveg til með að standast - kannski ef þessi mánuður væri af eðlilegri lengd, en þótt í dag sé hlaupársdagur dugir það ekki til. En ég er allavega langt komin.
Þess vegna ætla ég að leyfa mér að skjótast á slúttið á matarsýningunni á eftir, mér finnst ég eiga það skilið. Ekki vegna þess að ég sakni Guðmundanna svo mikið, ég þarf bara á smápásu að halda frá skriftunum. En það er ekki fyrr en um sexleytið og ég ætti að geta tekið góða törn áður.