Ég var svo slöpp í gærkvöldi að ég eldaði ekkert. Sagði efnafræðistúdentinum að sjá um sig sjálfur en hann var ekkert sérlega svangur eftir að hafa verið í afmæli hjá kærustunni svo að hann lét alla matargerð eiga sig.
Þetta gerist einstöku sinnum en er aldrei langvarandi ástand og nú er ég akkúrat á leiðinni inn í eldhús að búa til eitthvað gott handa okkur á Gestgjafanum úr afgöngum frá forsíðumyndatökunni á föstudaginn. Ég man að það eru til kjúklingabringur, silungur, salatblanda, eitthvað af grænmeti, tómat-paprikusósa, ýmislegt fleira ... jú, það ætti að geta orðið eitthvað ætilegt úr þessu. Betra en samlokurnar í 10-11, allavega.