(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

9.3.04

Ég var áðan að útbúa kynningu á Zeta-vörum, sem er ný ítölsk sælkeralína sem Nóatún er með. Nokkuð góðar vörur, allavega það sem ég er búin að prófa. Sósur af ýmsu tagi (pestó, tapenade og þess háttar), grænmeti í olíu, ólífur, edik, olíur og ekki síst baunir. Ég er ákaflega hrifin af niðursoðnum baunum. Ég er nefnilega, eins og oft hefur komið fram, svo fyrirhyggjulaus að ég man aldrei eftir að leggja baunir í bleyti fyrirfram. Og það er svo þægilegt að opna bara dós (nema þegar um linsubaunir er að ræða, þær eru svo fljótsoðnar hvort eð er að það tekur því varla að nota dósabaunir).

Sérstaklega er ég hrifin af stóru smjörbaununum. Þær eru svo stórar að þegar við Boltastelpan vorum úti á Ítalíu um árið var kvöldmaturinn hennar eitt kvöldið sex smjörbaunir í tómatmauki og annað ekki (jæja, þær eru reyndar ekki svo stórar, en hún vildi bara ekkert annað af þeim sjö rétta kvöldverði sem okkur var boðið upp á). Prófið að marínera baunirnar smástund í ólífuolíu hrærðri með ögn af grænu ólífumauki eða pestói og borða þær svo t.d. með svolitlu salati (klettasalati til dæmis) og ristuðu brauði.

|