Ég hlýt að vera í einhverju sérstöku ömmuskapi í dag, steikti eplaskúfur með morgunkaffinu og kleinur með miðdegiskaffinu. Og svo er lambalæri í kvöld.
Efnafræðistúdentinn er í svo miklum framkvæmdum inni hjá sér að ég hugsa að honum veitti bara ekkert af að vera Frikki Weiss.
Við Boltastelpan (sem er í heimsókn) liggjum aftur á móti hér hvor í sínum sófa í stofunni, hún að horfa á Family Guy á DVD, ég að reyna að gera eitthvað af öllu því sem ég ætlaði að gera um helgina og gengur misjafnlega.
,,Legg uppúr við soðspóni á feittsúgvandi pappír," stendur í færeysku kleinuuppskriftinni sem ég er að skoða. Mér finnst feittsúgvandi skemmtilegt orð.