Þetta er meira skítaveðrið.
Ég mætti blaut inn að skinni í vinnuna í morgun og hef þurft að sitja hér rassblaut þar sem ég er ekki með buxur til skiptanna í vinnunni (ætti kannski að taka það til athugunar) en er þó orðin nokkurn veginn þurr núna.
Hefði örugglega komið jafnblaut heim í gær ef gagnlega barnið og Sauðargæran hefðu ekki komið í heimsókn í vinnuna og boðið mér far heim. Sauðargæran er búinn að uppgötva að það er stór kostur við vinnuna hjá ömmu að maður getur ýtt á takka á einhverri vél og fengið heitt kakó að drekka. Mér fannst þetta líka mikill kostur þegar ég kom hingað hrakin og blaut áðan; heitt kakó og heimabakað brauð (sem ég var með í nesti) er akkúrat það sem mann vantar við slíkar aðstæður. Og þó, ég hefði reyndar enn frekar viljað vænan hagldabrauðsbita til að dýfa í kakóið. En brauðið dugði.