Hér hjá mér eru tvær ungar stúlkur að gera birgðakönnun á öskudagsnammi. Þær eru með 24 sleikjóa á mann, fyrir utan allt annað. Og eru á leiðinni að sníkja meira, halda því fram að Vesturbærinn sé vannýttur sníkjumarkaður.
Ég: - En þið eruð komnar með svo mikið.
Vinkona Boltastelpunnar: - Við þurfum meira.
Boltastelpan: - Við þurfum ekkert meira, við viljum bara fá meira.
Vinkonan: - Æ, já, ég mismælti mig.